Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Grímsson

(15. maí 1900–26. ágúst 1940)

Læknir.

Foreldrar: Grímur Sigurðsson að Nikhól í Mýrdal og kona hans Vilborg Sigurðardóttir í Pétursey, Eyjólfssonar. Stúdent úr menntaskóla Rv. 1925 (4,9 st.), úr læknadeild háskóla Ísl. 13. júní 1932, með 2. einkunn betri (146 st.). Var í spítölum í Danmörku: og Vínarborg 1933–6.

Stundaði lækningar í Rv. frá 1936 til æviloka.

Kona (17. júní 1934): Bengta (f. 2. ág. 1903), dóttir Reinholts klæðskera Anderssons í Rv. (Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.