Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Eldjárn Þórarinsson

(31. maí 1843–16. sept. 1917)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórarinn Kristjánsson í Vatnsfirði og kona hans Ingibjörg Helgadóttir í Vogi, Helgasonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1863, stúdent 1869, með 3. einkunn (39 st.), próf úr prestaskóla 1871, með 2. einkunn betri (39 st.). Fekk Stað í Grindavík 26. ág. 1871, vígðist 27. s. m., Tjörn í Svarfaðardal 25. júní 1878 og var þar til æviloka (hafði fengið Mýrdalsþing 1. dec. 1885, en fekk leyfi að vera kyrr), en hann fekk lausn frá prestskap 11. maí 1917. Var hagmæltur og stundaði lækningar framan af prestskapartíma sínum.

Kona (6. sept. 1881): Petrína Sofía (f. 29. mars 1850, d. 9. mars 1916) Hjörleifsdóttir prests á Völlum, Guttormssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þorbjörg átti Gísla Gestsson að Tjörn, Ingibjörg, Þórarinn að Tjörn, Ólöf, Sesselja Guðrún (Óðinn XVI; Bjarmi, 11. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.