Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Ebenesersson

(17. apr. 1815–2. dec. 1874)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Ebeneser (d. 24. júlí 1816, 45 ára) Guðmundsson í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði og kona hans Margrét (f. um 1775) Bjarnadóttir á Marðareyri í Grunnavíkurhreppi, Jónssonar. Bóndi í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp.

Var einn mest virti bóndi á Vestfjörðum um sína daga, mikill búhöldur, skipasmiður, selaskutlari, orðlagður gestgjafi og rausnarmaður. Þágu mörg börn, skyld og vandalaus, fóstur og menntun á heimili hans. Gaf Vatnsfjarðarkirkju altaristöflu, einnig gaf hann dúk í tjaldbúð Kollabúðarfunda. Lengstum hreppstjóri.

Varaþm. Ísf. 1853–57, en sat ekki á þingi. Dbrm. Kona (1837): Kristín (d. 27. nóv. 1888, 77 ára) Pálsdóttir í NeðriArnardal, Halldórssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Kristján hreppstjóri í Þúfum (d. 6. maí 1901; átti 12 börn með konu sinni, Margréti Sigurðardóttur, og voru öll látin á undan foreldrum sínum), Anna óg., Margrét átti Sigurð Halldórsson á Bjarnastöðum, Salóme átti Gísla Sv. Gíslason í Reykjarfirði, María átti Halldór Halldórsson í Bæjum, Kristín átti Jón Björnsson í Reykjarfirði, Guðrún átti Guðna Jónsson (PG. Ann.; Kr.J.; kirkjub.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.