Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján Arinbjarnar

(8. okt. 1892 – 5. mars 1947)

. Læknir.

Foreldrar: Arinbjörn (d. 28. mars 1932, 65 ára) Sveinbjarnarson bókbindari í Reykjavík og kona hans Sigríður (d. 11. júlí 1936, 67 ára) Jakobsdóttir á Kolbeinsstöðum í Hnappadalssýslu, síðar í Rv., Þorbergssonar. Stúdent í Reykjavík 1913 með einkunn 4,5 (58 st.). Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 30. sept. 1918 með 1. einkunn (1701 st.). Var staðgöngumaður héraðslæknis á Ísafirði frá okt. 1918 til sept. 1919; var síðan á sjúkrahúsum erlendis til sumars 1921. Aðstoðarlæknir um hríð á Blönduósi og Sauðárkróki. Settur héraðslæknir á Blönduósi 26. sept. 1922; veitt það embætti 2. maí 1923. Veitt Ísafjarðarhérað 18. nóv. 1931; veitt Hafnarfjarðarhérað 7. nóv. 1941 (frá 1. júlí 1942). Formaður læknafélags Vestfjarða 1940–41; átti sæti í stjórn Rauðakrossdeildar Ísafjarðar. Kona (7. jan. 1921): Guðrún (f. 4. apr. 1898), dóttir Ottós útgerðarmanns á Akureyri Carlssonar Tulinius. Synir þeirra: Halldór við læknanám, Ragnar Ottó við læknanám (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.