Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Kristján Andrésson
(16. júlí 1851 – 22. mars 1941)
. Bóndi, skipstjóri. Foreldrar: Andrés (d. 1864, 42 ára) Halldórsson í Meðaldal í Dýrafirði, síðar á Bakka í sömu sveit, og kona hans Þórlaug (d. 1864, 37 ára) Narfadóttir á Granda í Dýrafirði, Björnssonar. Hóf ungur að stunda sjómennsku og reri fyrir fullum hlut 14 ára. Lærði fyrst sjómannafræði á Flateyri, síðar í Bogð í Danmörku. Bóndi í Meðaldal; einnig skipstjóri á þilskipum um 30 ár, en stundaði frá 1906 sjó á eigin vélbát, hinum fyrsta, er keyptur var til Dýrafjarðar. Kenndi sjómannafræði heima hjá sér, áður en Sjómannaskólinn í Rv. var stofnaður; kenndi og seglsaum.
Athafnamaður í landbúskap.
Formaður búnaðarfélags og gegndi fleiri trúnaðarstörfum.
Kona 1 (3. okt. 1879): Friðrika Kristín (d. 14. júlí 1882, 26 ára) Benónýsdóttir í Meðaldal, Daðasonar; þau áttu eigi börn, er lifðu. Kona 2 (16. sept. 1887): Helga Ingibjörg (d. 1. febr. 1932, 71 árs) Bergsdóttir á Núpi í Dýrafirði, Einarssonar.
Börn þeirra: Andrés Friðrik skipstjóri í Meðaldal, Bergþóra átti Ólaf Hákonarson í Haukadal, Elísabet átti Jónas Halldórsson í Skildinganesi, Kristján Helgi stýrimaður í Skildinganesi (Br7.; Óðinn XXVII; Skútuöldin 1).
. Bóndi, skipstjóri. Foreldrar: Andrés (d. 1864, 42 ára) Halldórsson í Meðaldal í Dýrafirði, síðar á Bakka í sömu sveit, og kona hans Þórlaug (d. 1864, 37 ára) Narfadóttir á Granda í Dýrafirði, Björnssonar. Hóf ungur að stunda sjómennsku og reri fyrir fullum hlut 14 ára. Lærði fyrst sjómannafræði á Flateyri, síðar í Bogð í Danmörku. Bóndi í Meðaldal; einnig skipstjóri á þilskipum um 30 ár, en stundaði frá 1906 sjó á eigin vélbát, hinum fyrsta, er keyptur var til Dýrafjarðar. Kenndi sjómannafræði heima hjá sér, áður en Sjómannaskólinn í Rv. var stofnaður; kenndi og seglsaum.
Athafnamaður í landbúskap.
Formaður búnaðarfélags og gegndi fleiri trúnaðarstörfum.
Kona 1 (3. okt. 1879): Friðrika Kristín (d. 14. júlí 1882, 26 ára) Benónýsdóttir í Meðaldal, Daðasonar; þau áttu eigi börn, er lifðu. Kona 2 (16. sept. 1887): Helga Ingibjörg (d. 1. febr. 1932, 71 árs) Bergsdóttir á Núpi í Dýrafirði, Einarssonar.
Börn þeirra: Andrés Friðrik skipstjóri í Meðaldal, Bergþóra átti Ólaf Hákonarson í Haukadal, Elísabet átti Jónas Halldórsson í Skildinganesi, Kristján Helgi stýrimaður í Skildinganesi (Br7.; Óðinn XXVII; Skútuöldin 1).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.