Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján (Þóroddur) Ólafsson

(15. apr. 1890 – 4. apr. 1945)

.

Bóndi. Foreldrar: Ólafur Ólafsson í Eyvindarholti og kona hans Sigríður Ólafsdóttir í Múlakoti, Ólafssonar. Bjó á Seljalandi undir Eyjafjöllum frá 1917 til æviloka. Oddviti hreppsnefndar í mörg ár, brautryðjandi framfara á ýmsum sviðum, traustur maður og gegn og naut mikillar mannhylli. Kona (2. nóv. 1918): Arnlaug (f. 26. sept. 1887) Samúelsdóttir frá Borgareyrum, síðast í Rv., Símonarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur oddviti á Seljalandi, Magnús kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli, Sigríður átti Hálfdan Auðunarson frá Dalsseli, Aðalbjörg átti Andrés Ágústsson frá Hemlu, Þuríður, Marta (Þ.7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.