Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján (Þorgeir) Jakobsson

(11, jan. 1900 – í sept. 1942)

.

Lögfræðingur. Foreldrar: Jakob (d. 21. apríl 1900, 35 ára) Samsonarson í Hvammi í Dýrafirði og kona hans Ólafía (f. 2. apr. 1863) Kristjánsdóttir á Hrauni, Guðmundssonar. Stúdent í Rv. 1920 með einkunn 4.85 (63 st.).

Lauk prófi í lögfræði við Háskóla Íslands 23. júní 1925 með 2. einkunn betri (76 st.). Var fulltrúi sýslumanns og bæjarfógeta á Seyðisfirði 1926–28 og þá um tíma settur til að gegna þeim embættum. Fekkst við verzlunarstörf í Vestmannaeyjum í 2 ár og kennslustörf á Siglufirði í 2 ár; var síðan í Rv. við lögfræðistörf o. fl. Fór í siglingar 1941 og fórst í Atlantshafi vegna hernaðaraðgerða. Kona (28. júní 1925): Olga Ágústa Margrét (f. 31. maí 1903) Þórhallsdóttir kaupm. í Höfn í Hornafirði, Daníelssonar.

Börn þeirra: Ingibjörg Dan, Þórhallur Dan, Jóhanna, Hulda, Þorgeir, Örvar (Agnar Kl. J.: Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.