Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján (Ólafur) Þorgrímsson

(8. febr. 1857–18. sept. 1915)

Kaupmaður í Rv.

Foreldrar: Þorgrímur Víglundarson á Staðarbakka í Helgafellssveit og kona hans Kristín Jónsdóttir að Gríshóli, Jónssonar.

Nam fyrst bókband 1875–8, stundaði það nokkuð, rak síðan bóksölu og bókagerð 1879–88, ábyrgðarmaður Þjóðólfs 1880–2. Hafði ýmis trúnaðarstörf.

Var um tíma bæjarféhirðir í Rv., lengi bæjarfulltrúi þar, sænskur varakonsúll o. fl. Var í stjórn leikfélags Rv. og frægur kímnileikari.

Kona 1 (25. nóv. 1882): Guðrún Nikólína Nikulásdóttir í Norðurkoti í Vogum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Hans verzlm. Bjarnason Hoffmann í Rv., Þorgrímur cand. phil., kennari í Rv., Kristinn kaupm. í Rv.

Kona 2: Helga Magnea Jónsdóttir verzlunarmanns Norðfjörðs, ekkja Matthíasar Johannessens (norsks kaupm. í Rv.); þau Kristján bl. (BB. Sýsl.; Óðinn Il og IX; Br: 0fl5).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.