Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján (Ásgeir) Benediktsson

(23. ágúst 1861 – 15. dec. 1924)

. Skáld. Foreldrar: Benedikt (d. 25. okt. 1865, 34 ára) Andrésson í Ási í Kelduhverfi og kona hans Sigurveig (d. 18. sept. 1916, 86 ára) Einarsdóttir á Hjalla í Helgastaðahreppi, Halldórssonar. Stundaði nám á Möðruvöllum 1884–85. Fekkst við barna- og unglingakennslu í Þingeyjar- og Múlasýslum næstu ár. Fluttist til Vesturheims 1894; átti lengst af heima í Winnipeg, en dó á Gimli. Fekkst við blaðamennsku og ritstörf, einnig ættfræði.

Dulnefni: Snær Snæland. Ritstörf: Valið( skáldsaga), Wp. 1894; einnig smásögur í Öldinni, Heimskringlu og Eimreiðinni; greinar og ljóð í blöðum; þýddi neðanmálssögur, er birtust í íslenzkum blöðum í Winnipeg. Kona: Guðbjörg (d. 23. mars 1944, 73 ára) Jónsdóttir á Víðirhóli á Hólsfjöllum, Árnasonar; þau áttu börn (kirkjubækur; ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.