Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján (Hans) Jónsson

(21. maí 1875–27. sept. 1913)

Ritstjóri.

Foreldrar: Jón Jóhannsson að Hörðubóli í Dölum og kona hans Sofía Ólafsdóttir.

Nam prentiðn og stundaði í Ísafirði og Rv. Keypti prentsmiðju í Ísaf., var ritstjóri Vestra 1902–10. Sinnti bókagerð, kaupsýslu, sjávarútgerð, bindindismálum. Var bæjarfulltrúi um tíma.

Kona (1903): Guðbjörg Bjarnadóttir á Birningsstöðum og Vöglum, Jónssonar prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Jón útgm. í Siglufirði, Solveig átti Jón Júlíusson, Hallgrímssonar, Sofía, Kristjana, Eva (Br7.; JJ. Reykjahlíðarættt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.