Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristján (Friðrik) Bergsson

(29. dec. 1884 – 24. maí 1949)
. Fiskifélagsforseti. Foreldrar: Bergur (d. 17. jan. 1888, 40 ára) Einarsson á Fjallaskaga í Dýrafirði og kona hans Þorbjörg (d. 9. sept. 1927, 79 ára) Snorradóttir í Klömbrum í Vesturhópi, Jónssonar. Stundaði sjó frá æsku. Lauk gagnfræðaprófi á Ak. 1905; lauk farmannaprófi við Stýrimannaskólann í Rv. 1915; tók sama ár skipstjórapróf í Englandi. Var næstu ár skipstjóri eða stýrimaður á brezkum kaup- eða fiskiskipum. Kennari við Stýrimannaskólann í Rv. 1918–19; fekkst síðan við útgerð og síldarkaup og var stundum skipstjóri. Forseti Fiskifél. Íslands 1924–40. Átti og sæti í ýmsum stjórnskipuðum nefndum, varðandi sjávarútvegsmál. Framkv.stjóri (og einn stofnenda) togarafélaganna Hrímfaxi og Sviði 1941–49. Kona 1 (21.okt.1916): Alice (d. 6. maí 1942, 46 ára), dóttir Niels Hansen forstjóra í New York. Dætur þeirra: Hallfríður átti Nielsen mjólkurfr. í Rv., Ragna gift í Vesturheimi, þarlendum manni, Anna Þorbjörg átti Stefán skrifst.mann Jónsson í Rv. Kona 2: Ingunn (f. 16. janúar 1894) Jónsdóttir prests á Þingvöllum, Thorstensens; þau bl. (Kr.J.; kirkjubækur o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.