Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Kristján (Eggert) Kristjánsson
(16. sept. 1870–6. júlí 1927)
Læknir.
Foreldrar: Kristján Jónsson í Álptagerði við Mývatn og kona hans Kristbjörg Finnbogadóttir í Skáney í Borgarfirði, Guðmundssonar.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1884, stúdent 1890, með 1. einkunn (84 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í jan. 1897, með 2. eink. betri (111 st.).
Varð aukalæknir í 2. aukalæknishéraði 12. apr. 1897 (frá 1. maí). Var héraðslæknir í Seyðisfirði frá 23. maí 1900 til æviloka, jafnframt spítalalæknir þar frá 1898. Varaumboðsmaður Bretastjórnar 11. júní 1914.
Sönghneigður maður og samdi lög..Þýddi H. Sienkiewicz: Bartek sigurvegari, Seyðisf. 1904; (með öðrum) A. Kielland: Snjór (pr. í Bjarka).
Kona (16. sept. 1904): Kristín (f. 11. júní 1883) Þórarinsdóttir kaupmanns í Seyðisfirði, Guðmundssonar.
Synir þeirra: Kristján söngvari og skrifstofumaður í Rv., Þórarinn símamaður í Rv. (átti Öldu leikkonu Möller), Ragnar á Akranesi, Gunnar á Seyðisfirði (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).
Læknir.
Foreldrar: Kristján Jónsson í Álptagerði við Mývatn og kona hans Kristbjörg Finnbogadóttir í Skáney í Borgarfirði, Guðmundssonar.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1884, stúdent 1890, með 1. einkunn (84 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í jan. 1897, með 2. eink. betri (111 st.).
Varð aukalæknir í 2. aukalæknishéraði 12. apr. 1897 (frá 1. maí). Var héraðslæknir í Seyðisfirði frá 23. maí 1900 til æviloka, jafnframt spítalalæknir þar frá 1898. Varaumboðsmaður Bretastjórnar 11. júní 1914.
Sönghneigður maður og samdi lög..Þýddi H. Sienkiewicz: Bartek sigurvegari, Seyðisf. 1904; (með öðrum) A. Kielland: Snjór (pr. í Bjarka).
Kona (16. sept. 1904): Kristín (f. 11. júní 1883) Þórarinsdóttir kaupmanns í Seyðisfirði, Guðmundssonar.
Synir þeirra: Kristján söngvari og skrifstofumaður í Rv., Þórarinn símamaður í Rv. (átti Öldu leikkonu Möller), Ragnar á Akranesi, Gunnar á Seyðisfirði (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.