Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristinn Guðlaugsson

(13. nóv. 1868–4. sept. 1950)

. Bóndi.

Foreldrar: Guðlaugur (d. 7. nóv. 1886, 49 ára) Jóhannesson á Þremi í Garðsárdal í Eyjafirði og kona hans Guðný (d. 22. nóv. 1883, 46 ára) Jónasdóttir á Veturliðastöðum í Fnjóskadal, Bjarnasonar. Búfræðingur á Hólum 1892. Bóndi á Núpi í Dýrafirði frá 1892 til æviloka.

Þjóðkunnur áhugamaður um búnaðar- og félagsmál. Var oddviti hreppsnefndar um 40 ár, sýslunefndarmaður yfir 20 ár; oddviti yfirkjörstjórnar um 30 ár. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða í aldarfjórðung; formaður búnaðarfélags um 50 ár. Átti sæti í landsdómi.

Kjörinn heiðursfélagi Búnaðarfélags Íslands 1941. R. af fálk. 1933. Ritstörf: Ýmsar greinar og skýrslur um búnaðarmál.

Kona (29. okt. 1894): Rakel (d. 2. apr. 1948, 79 ára) Jónasdóttir á Ásgeirsbrekku í Skagafirði, Jónassonar. Börn þeirra: Sigtryggur í Reykjavík, Haukur á Núpi, Haraldur á Haukabergi hjá Núpi, Valdimar á Núpi, Hólmfríður kennslukona, Ólöf, Guðný (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.