Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kristinn Björnsson

(17. dec. 1879–2. mars 1939)

Læknir.

Foreldrar: Björn múrari, síðar kaupmaður, Guðmundsson í Rv. og kona hans María Ólafsdóttir hreppstjóra í Hafnarfirði, Þorvaldssonar, ekkja Adolfs bókhaldara Petersens í Hafnarfirði.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1893, stúdent 1899, með 1. einkunn (91 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. 11. júní 1907, með 1. einkunn (160 st.). Skipslæknir 1907–8. Var í spítölum í Kh. 1908–9. Settur héraðslæknir á St. Thomas 1909–11.

Tók læknispróf í San Domingo 1911, stundaði lækningar þar 1911–19, aftur 1920–6, en í Kh. 1926–39; varð þá skipslæknir og andaðist á Indlandshafi.

Kona (3. ág. 1909): Marie (f. 6. maí 1879, d. 23. júní 1932) hjúkrunarkona, dóttir Mads sjálfseignarbónda Jörgensens í Taastrup hjá Klippinge. Dóttir þeirra: Grete átti P. E. Krogh verzlm. í Kh. (Skýrslur; Lækn.; osf.) Kristinn (Jón Jörgen Christen) Havsteen (9. ág. 1849–12. maí 1931). Framkvæmdarstjóri.

Foreldrar: Níels kaupm. Havsteen við Hofsós og s. k. hans Björg Jónsdóttir prests í Miklabæ, Jónssonar. Gerðist ungur verzlunarmaður, var í þjónustu Gránufélags, verzlunarstjóri þess í Siglufirði 1883–S8 og á Ak. 1888–93, en framkv.stjóri þess frá 1893 og átti síðan heima í Kh. til æviloka.

Kona 1: Guðlaug (d. 1889) Pálsdóttir á Kjarna í Eyjafirði, Magnússonar. Dóttir þeirra: Níelsína átti Gunnar bankastjóra Hafstein.

Kona 2 (1892). María Jensen verzlstj. á Akureyri (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.