Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Koðrán Hranason

(– 1319)

Prestur á Grenjaðarstöðum 1313–19. Faðir: Hrani (d. 1254) Koðránsson, Ólafssonar.

Kom sér lítt við byskup, var bannsunginn af Auðuni byskupi rauða 1316. Fór utan af þeim sökum og mun hafa andazt í Noregi.

Sonur hans er talinn: Síra Jón að Hrafnagili, síðast á Grenjaðarstöðum (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Sturl.; Bps. bmf. 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.