Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kort Ámundason

(um 1640–1669)

Heyrari.

Foreldrar: Ámundi lögréttumaður Þormóðsson að Ytri Skógum undir Eyjafjöllum og kona hans Solveig Árnadóttir, Eyjólfssonar sýslumanns að Reyðarvatni, Halldórssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1651, stúdent um 1660, fór utan 1661, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. okt. s. á., varð baccalaureus 23. júní 1663, talinn (JThorch. Spec.) hafa orðið attestatus með lofseinkunn, hefir komið til landsins líkl. sama haust, dvaldist hjá foreldrum sínum til 1667, vildi 1666 verða rektor í Skálholti og bar réttilega fyrir sig konungsboð í þessu efni, en Brynjólfur byskup bar fyrir brjósti sér annan mann, Ólaf Jónsson (síðast prest í Hítardal), sem við góðan orðstír 24* hafði verið heyrari í skólanum 7 ár, og varð það auðvitað ofan á, en Kort vildi ekki þekkjast boð byskups þá um að taka við starfi Ólafs, þó varð það úr haustið 1667, og þókti mikið kveða að lærdómi hans og kennarahæfileikum. Hann var og talinn gott latínuskáld, en engar minjar þess eru nú kunnar.

Hann þjáðist af þeim kvilla, að hann gekk í svefni. Andaðist í Skógum, ókv. og bl. (JH. Skól.; IGrv. Coll.; Saga Ísl. V; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.