Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kort Eiríksson

(um 1713–9. apr. 1745)

Prestur.

Foreldrar: Eiríkur Halldórsson í Knarrarnesi á Mýrum og s.k. hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1728, stúdent 29. apr. 1737. Hugði að fá Staðarhraun 1740, en byskupi þókti hann nokkuð fákunnandi og lét engan kost meðmæla sinna, nema hann notaði næsta vetur til þess að auka þekking sína, fekk amtmannsveiting fyrir Staðarhrauni 24. okt. 1740, var síðan þann vetur í Skálholti til viðbúnaðar, vígðist 7. maí 1741 og hélt Staðarhaun til æviloka, andaðist á ferðalagi, ókv. og bl., hafði verið mjög heilsuveill (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.