Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Konráð Þórðarson

(– –um 1686)

Prestur. Foreldrar (líklega): Síra Þórður Sigurðsson á Knappsstöðum og kona hans, sem talin er Guðrún Gunnarsdóttir frá Tungu í Stíflu. Hefir líkl, vígzt að Viðvík og Hofstöðum 1653, fengið Þingeyraklaustursprestakall um 1658, þjónaði Undornfelli með sumarið 1670, bjó að Giljá 1675, hefir látið af prestskap 1681, fekk 2. júní 1681 tillag uppgjafapresta, enn á lífi vorið 1685.

Kona Í: Guðrún (faðernis ekki getið).

Börn þeirra: Síra Þórður að Mosfelli í Mosfellssveit, Gísli, Guðmundur (í Sauðanesi á Ásum 1703, 31 árs), Ingibjörg átti Þorstein að Syðri Þverá í Vesturhópi Bjarnason prests að Vesturhópshólum.

Kona 2: Margrét (býr 1703 í Sauðanesi á Ásum, 64 ára) Þorvaldsdóttir.

Dóttir þeirra: Guðrún átti Gunnar Bjarnason prests að Vesturhópshólum, Þorsteinssonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.