Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Konráð Stefánsson

(26. maí 1881–8. ágúst 1950)

. Framkv.stjóri. Foreldrar: Stefán (d. 11. júní 1925, 87 ára) Magnússon á Reykjavöllum í Skagafirði, síðast á Flögu í Vatnsdal, og kona hans Ingibjörg Margrét (d. 1932) Magnúsdóttir á Steiná í Svartárdal, Andréssonar. Stúdent í Reykjavík 1903 með 1. einkunn (85 st.). Hóf nám í læknisfræði við háskólann í Kh., en lauk ekki prófi og hvarf heim alfarinn 1908.

Ritstjóri Ingólfs veturinn 1909 –10. Bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi 1909–14; stundaði verzlun næstu 4 ár og var síðan bústjóri í Bjarnarhöfn til 1921. Fluttist þá til Rv. og fekkst við verzlun. Stofnaði h.f. Íslenzka refaræktarfélagið og reisti fyrsta refabú á Íslandi 1927; var framkv.stjóri þess um skeið. Skrifstofumaður í Rv., unz hann missti heilsuna og fluttist til Stykkishólms.

Átti þar heima frá 1940 til æviloka. Kona (15. júní 1919): Guðrún Olga (f. 20. jan. 1896) Ágústsdóttir verzlunarstjóra í Stykkishólmi, Þórarinssonar; þau bl. (Br7.; B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.