Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Konráð Hjálmarsson

(9. maí 1858–16. júlí 1939)

Kaupmaður í Neskaupstað.

Foreldrar: Hjálmar dbrm. Hermannsson að Brekku í Mjóafirði og s.k. hans Jóhanna Sveinsdóttir að Eldleysu í Mjóafirði, Hermannssonar. VerzIm. í Eskifirði nokkur ár. Kaupmaður og útgerðarmaður í Mjóafirði frá 1889 og var einn hinn framkvæmdamesti maður eystra, settist síðan að í Neskaupstað og hafði eigi minna um sig en áður.

Stórr, af fálk.

Kona 1: Sigríður (d. 1915) Jónsdóttir að Höfða, Jónatanssonar.

Börn þeirra: Jón verzlm. (d. ungur), Sigfríður átti Pál kaupmann Þormar.

Kona 2 (1939): Ólöf Þorkelsdóttir úgerðarm. á Eyrarbakka, Þorkelssonar.

Sonur þeirra: Konráð (Br7.; GJ. Bergsætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.