Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Konráð Gíslason

(3. júlí 1808–. jan. 1891)

Prófessor.

Foreldrar: Gísli fræðimaður Konráðsson og kona hans Eufemía Benediktsdóttir. Lærði fyrst hjá síra Jóni Konráðssyni að Mælifelli. Tekinn (með styrk Dr. Hallgríms Schevings) í Bessastaðaskóla 1826, stúdent 1831, með mjög góðum vitnisburði, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. sama haust, með 1. einkunn, tók annað lærdómspróf næsta ár, með 1. einkunn, var með í að stofna „Fjölni“ og einn af ritstjórum hans að 1.–4. og 6.–9. árg., lagði fyrir sig lögfræði, en tók þar ekki próf, lagði einkum stund á málfræði, varð 2. styrkþegi Árnasafns 12. mars 1839, var einn af stofnöndum hins ísl. bindindisfélags 1843, skipaður kennari í latínuskólanum í Rv. 27. apr. 1846, frá 1. okt. s. á., en tók aldrei við því embætti, var einn þeirra, er stofnuðu „Det nordiske Literatursamfund“ 1847 og í stjórn þess, varð aukadózent í norrænum fræðum 2. maí 1848 í háskólanum í Kh., komst í Árnasafnsnefnd 2. júní s.á., fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848–9, heiðursfélagi hins ísl. bmf. 10. febr. 1853, prófessor að nafnbót 6. okt. s. á., félagi í hinu danska vísindafélagi 2. dec. s. á., bréfafélagi vísindafélagsins í Berlín 2. mars 1854, bréfafélagi fornfræðafélagsins í Stokkhólmi 14. apr. 1857, varð fullkominn prófessor 23. júní 1862, skrifari í fornfræðafélapginu 14. apr. 1865, heiðursdoktor í háskólanum í Lundi 1868, varð og r. af dbr. og af sænsku „leiðarstjörnunni“ (Nordstjernen), fekk lausn frá háskólanum 1886, en átti heima í Kh. til æviloka.

Hann átti lengi við fátækt að búa, þjáðist og um tíma af augnveiki og leitaði lækningar (1846) við henni í Þýzkalandi, tókst þó smám saman að komast úr skuldum og lét eftir sig 24 rúml. 16 þús. kr., sem hann gaf Árnasjóði. Hann hefir samið fjölda ritgerða í tímaritum, einkum málfræðilegs efnis (sjá pr. bókaskrár). Helztu rit hans eru: Um frumparta íslenzkrar tungu, Kh. 1846; Dönsk orðabók með ísl. þýðingum, Kh. 1851; 44 Pröver, Kh. 1860; Efterladte Skrifter í 2 bd., Kh. 1895–T; átti mikinn þátt í orðabók þeirri, sem við Cleasby er kennd og síðar var pr. í Oxf.; samdi ýmsar ritgerðir í „Fjölni“ og réð stafsetningu hans; sá um prentun margra fornrita: Hrafnkelssögu 1839 og 1847, Droplaugarsonasögu 1847, Gísla sögu Súrssonar 1849, Fóstbræðrasögu 1852, Elucidarius 1858, Njálu 1875–89, enn fremur um ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar 1847.

Kona (21. nóv. 1855): Karen Sofie Pedersen (f. 17. sept. 1812, d. 1877), ekkja manns, sem Böhm hét; þau Konráð bl. (Arkiv f. nord. filol. VII; Tímar. bmf. XII; Sunnanfari VII; Óðinn IV; Skírnir 1908; Unga Ísl., 4. árg; PEÓI. Jón Sigurðsson).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.