Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Konráð (Ragnar) Konráðsson

(7. okt. 1884–12. júlí 1929)

Læknir.

Foreldrar: Konráð bókhaldari Ólafsson í Rv. og kona hans Ragnheiður Símonardóttir að Laugardælum, Bjarnasonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1900, stúdent 1906, með 1. einkunn (90 st.), próf úr læknadeild háskóla Ísl. 25. júní 1912, með 1. einkunn (163 st.). Var í spítölum í Kh. 1912–13. Stundaði lækningar á Eyrarbakka frá 1913, settur héraðslæknir þar sumarið 1914, en var læknir í Rv. frá 1917 til æviloka. Var til heilsubótar í Þýzkalandi 1929 og andaðist þar af slysi í Brimum. Greinir í Læknabl.

Kona (10. júlí 1914): Sigríður Jónsdóttir prests í Görðum á Akranesi, Sveinssonar; þau bl. Kjörsonur þeirra: Bjarni læknir Konráðsson í Rv. (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.