Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Konráð (Gísli) Kristjánsson

(2. ág. 1895–10. júní 1932)

Guðfræðingur.

Foreldrar: Kristján Halldórsson á Ljótsstöðum í Fnjóskadal og kona hans Guðrún Gísladóttir. Lauk gagnfræðaprófi í Akureyrarskóla 1917, prófi í kennaraskólanum í Rv. 1919 (75 st.). Stúdent úr menntaskóla Rv. (utanskóla) 1926 (eink. 5,52). Lauk guðfræðaprófi í háskóla Ísl. 1930, með 1. eink. (135 st.). Andaðist að Brekku í Fljótsdal.

Gegndi oft kennslu- og skrifarastörfum (Skýrslur; BjM. Guðfr.; Menntamál, 6. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.