Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Kolbeinn Tumason
(1173–9. sept. 1208)
Goðorðsmaður á Víðimýri, skáld. Bróðir Arnórs (sjá ætt hans þar).
Kona: Gyríður Þorvarðsdóttir, Þorgeirssonar, og voru þau bræðrabörn, hún og Guðmundur byskup Arason. Mun þetta hafa leitt til stuðnings Kolbeins við Guðmund upp í byskupsstólinn, og þó ekki síður hitt, að Kolbeinn hefir þókzt mundu mega öllu við hann ráða og þá byskupsstólnum með. En þetta fór á allt annan veg. Með þeim varð fjandskapur og Kolbeinn bannfærður, og er Kolbeinn sókti að Hólum með liðsafla, var hann lostinn steini til bana.
Börn hefir hann enginn átt. Hann hefir verið gott skáld, og er sumt af kveðskap hans glatað. Jónsvísur eru í Postulas. Þess má geta, að nokkur erindi hans eru (í norskri þýðingu) tekin upp í sálmabók Norðmanna (Sturl.; Bps. bmf.).
Goðorðsmaður á Víðimýri, skáld. Bróðir Arnórs (sjá ætt hans þar).
Kona: Gyríður Þorvarðsdóttir, Þorgeirssonar, og voru þau bræðrabörn, hún og Guðmundur byskup Arason. Mun þetta hafa leitt til stuðnings Kolbeins við Guðmund upp í byskupsstólinn, og þó ekki síður hitt, að Kolbeinn hefir þókzt mundu mega öllu við hann ráða og þá byskupsstólnum með. En þetta fór á allt annan veg. Með þeim varð fjandskapur og Kolbeinn bannfærður, og er Kolbeinn sókti að Hólum með liðsafla, var hann lostinn steini til bana.
Börn hefir hann enginn átt. Hann hefir verið gott skáld, og er sumt af kveðskap hans glatað. Jónsvísur eru í Postulas. Þess má geta, að nokkur erindi hans eru (í norskri þýðingu) tekin upp í sálmabók Norðmanna (Sturl.; Bps. bmf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.