Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Jónsson

(15. sept. 1756–9. júlí 1842)

Bóndi. F. í Múla í Aðaldal í Þingeyjarsýslu.

Foreldrar: Jón Kolbeinsson bóndi og Sigríður Þorleifsdóttir prófastsí Múla, Skaftasonar.Ólst upp með móður sinni og móðurbróður, síra Jóni Þorleifssyni í Múla, síðar einnig hjá móðursystur sinni Guðrúnu Þorleifsdóttur. 1788 kom hann suður og settist fyrst að í Refstokk í Árnesþingi um sinn, síðar setti hann bú saman í Brattholtshjáleigu (1795), en fluttist þaðan 1820 að Ranakoti í Stokkseyrarhreppi, sem hann er oftast við kenndur. Dvaldist um hríð (eftir 1820) að Kalastöðum, hjá Gísla bónda Þorgilssyni og konu hans Sesselju Grímsdóttur, en var síðast hjá Þorleifi ríka syni sínum á Stóru Háeyri og lézt þar. Kolbeinn var hagmæltur (er sjá má af Kambsránssögu), en átti jafnan við fátækt að búa og þókti undarlegur í háttum.

Kona 1: Þuríður Jónsdóttir smiðs á Gamla Hrauni, Jónssonar. Barn þeirra Jón eldri bóndi á Eystri Loptsstöðum.

Kona 2: Ólöf Hafliðadóttir úr Holtum.

Börn þeirra: Sigríður einsetukona á Eyrarbakka, Helga dó ung, Hafliði (kemur mjög við Kambsránssögu), Þorleifur ríki á Stóru Háeyri, Guðbjörg vinnukona, síðast á Stóru Háeyri, Jón yngri (kemur við Kambsránssögu), Málmfríður átti Guðmund bónda Þorgilsson á Litla Hrauni, Ólöf vinnukona.

Kona 3: Aldís Sigurðardóttir úr Landeyjum. Barn þeirra: Steingrímur drukknaði í Einarshafnarsundi, ásamt Hafliða, hálfbróður sínum, 27. febr. 1846 (sjá Austantórur Jóns Pálssonar I, bls. 28–41 og þá sérstaklega athugasemdir Guðna mag. Jónssonar þar og í 11, bindi, bls. 171).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.