Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Jakobsson

(27. ág. 1862 – 9. júní 1944)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Jakob (d. 22. dec. 1899, 60 ára) Kolbeinsson í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og víðar og kona hans Elísabet (d. 23. júlí 1909, 71 árs) Þorleifsdóttir á Sandeyri, Benediktssonar (Þórðarsonar stúdents í Vigur, Ólafssonar). Ólst að mestu upp í Æðey hjá ömmubróður sínum, Rósinkar Árnasyni; naut þar fræðslu í betra lagi. Bóndi í Unaðsdal í 50 ár (1883– 1933). Lengst af formaður á árabátum; endurbætti og fann upp að nokkru áhald til kúfisktöku. Hreppstjóri í 28 ár; sýslunefndarmaður í 35 ár, lengi í hreppsnefnd og oddviti hennar. Lengi endurskoðandi sýslu- og hreppareikninga; í fasteignamatsnefnd N.-Ísafjs. Kona (14. okt. 1882): Sigurborg (d. 30. júní 1921, 64 ára) Jónsdóttir á Bæjum á Snæfjallaströnd, Jónssonar. Börn þeirra: Elísabet átti Tómas Sigurðsson, Jakob í Súðavík, Rósinkar á Snæfjöllum, Finnbogi Rútur, Ólafur dó uppkominn, Gestur, María. Dætur Kolbeins utan hjónabands: Júlíana átti Marías Andrésson, Þorvarðína átti Pétur Níelsson í Hnífsdal, Kristín átti Sigurjón sjómann Veturliðason á Ísafirðilk(Brr KT r0.t15)

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.