Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Högnason

(um 1255 –um 1300 eða lengur)
. Virðingamaður í Borgarfirði. Faðir: Högni (d. 1264) Böðvarsson úr Bæ í Borgarfirði, Þórðarsonar prests, af langfeðgum Mýramanna. Kona: Halldóra Guttormsdóttir kastar, Helgasonar prests, Skaftasonar. Móðir Halldóru var Þorgerður Þorláksdóttir, systir Staða-Árna biskups. Sonur Kolbeins og Halldóru hefir verið: Hallur karl í Norðurárdal (f. um 1285, d. 1363), faðir Brands í Kalmanstungu (f. um 1305), föður þeirra Svarthöfða og Salómons föður Auðunar hyrnu á Hvanneyri (Bps. bmf. I, 680; sbr. Tímarit J.P. I, bls. 49–50; Dipl. Isl.; SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.