Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Högnason

(25. maí 1889 – 14. maí 1949)

. Bóndi, skáld. Foreldrar: Högni (d. 4. sept. 1927, 65 ára) Finnsson trésmiður í Reykjavík og Katrín (d. 1936) Kolbeinsdóttir í Kollafirði á Kjalarnesi, Eyjólfssonar. Stundaði nám í Flensborgarskóla. Bóndi í Kollafirði; síðast skrifst.maður í Rv. Lengi í hreppsnefnd og oddviti um skeið; lengi í stjórn Sláturfélags Suðurlands og Mjólkurfélags Reykjavíkur. Ritstörf: Kræklur, Olnbogabör, Hnoðnaglar, Rv. 1943; Kurl, Rv. 1946 (allt ljóð); Kynlegar kindur (smásögur), Rv. 1946.

Kona 1 (17. júlí 1914): Guðrún (ff. 15. jan. 1891) Jóhannsdóttir á Hnjóti í Örlygshöfn, Jónssonar; þau skildu. Börn þeirra: Helga átti Guðmund Tryggvason í Kollafirði, Kolbeinn í Kollafirði, Björn, Unnur átti Sigurð hæstaréttarlögmann Ólason. Kona 2 (6. maí 1933): Málfríður (f, 18. mars 1893) Jónsdóttir á Bíldsfelli í Grafningi, Sveinbjörnssonar. Börn þeirra: Gerður, Gunnar (Br7.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.