Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Grímsson, skáld

(17. öld)

Ætt ókunn. Bjó að Dagverðará í Breiðavík og víðar. Ritar víða undir þingbækur á Snæfellsnesi. Pr. eftir hann: „Nokkurir sálmar“, af bænum John. Habermanns, Hól. 1682 (óvíst, hvort hann er þá enn lífs), Sveins rímur Múkssonar, Rv. 1949. Sálma og andleg kvæði hefir hann orkt mörg (sjá Lbs.), rímur af Gretti, Tíódel riddara (ópr., Lbs.). Kvæði eftir hann í Ísl. gátur, þulur, skemmtanir o.s.frv. II, Um hann er þáttur eftir Gísla Konráðsson, heldur varasamur.

Kona í talin: Katrín Nikulásdóttir, ekkja Sigurðar rektors, Jónssonar (hún hefir síðar átt Kolbein, launson Jóns Magnússonar á Svalbarði, svo að þetta fær ekki staðizt).

Kona 2: Guðrún Hákonardóttir Jónssonar prests og siðamanns í Grímstungum, Björnssonar.

Börn þeirra eru talin: Guðrún átti Sigurð Þórðarson að Hólum í Hvammssveit, Grímur í Staðarsveit, Guðrún önnur átti Bjarna Bjarnason (Saga Ísl. V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.