Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Gamlason

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir: Gamli Kolbeinsson (fremur en síra Gamalíel eða Gamli Hallgrímsson), en hvort heldur er, hefir hann verið skyldur Guðbrandi byskupi (sjá bréf hans 10. maí 1600). Er orðinn prestur í Grímsey 1587, fekk Þönglabakka 1596, en vegna báginda hans þar veitti byskup honum Einarsstaðasókn og fekk honum Garð í Aðaldal til ábýlis vorið 1600. En 6. febr. 1601 hótaði byskup honum afsetningu, ef hann láti ekki frá sér fara konu nokkura, er hann sé orðaður af. Síðan verður hans ekki vart í skjölum, sem kunn eru (Bréfab. Guðbr. Þorl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.