Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Eiríksson

(16. apríl 1846–25. sept. 1913)

Bóndi.

Foreldrar: Eiríkur hreppstjóri Kolbeinsson að Hömrum í Gnúpverjahreppi og kona hans Sigríður Jakobsdóttir að Skálmholtshrauni, Högnasonar. Bjó í Stóru Mástungu 1869–1907 og átti þar heima síðan. Talinn búmaður mikill og fyrir öðrum bændum, enda gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (26. okt. 1869): Jóhanna Bergsteinsdóttir í Stóru Mástungu, Guðmundssonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Guðfinna átti Guðmund Guðmundsson í Dalbæ í Hrunamannahreppi, Ingigerður átti Sigurð Magnússon (frá Votamýri) á Stokkseyri, Sigríður átti Þorlák Marteinsson á Veigastöðum, Eiríkur í Stóru Mástungu, Bergsteinn í Kaupangi, Jóhanna á Hamarsheiði, Skúli í Króktúni á Landi, Bjarni í Stóru Mástungu, Guðbjörg átti Guðna Eiríksson á Álfsstöðum á Skeiðum, Ágústa Sigríður saumakona í Kh., óg. (Sunnanfari XIII; BÞorst. Ættaskrá).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.