Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Bjarnason, „jarl“, Auðkýlingur

(– – 24. maí 1309)

Riddari. Faðir: Bjarni á Auðkúlu(stöðum) líklega Kolbeinsson í Grímstungum, Einarssonar, Bergþórssonar (SD.).

Var einn fyrirmanna landsins.

Einn þeirra, sem sóru skatt Noregs konungi 1262. Er á nokkurum stöðum nefndur „jarl“; ef hann hefir verið það, hefir hann fengið jarlsdæmi 1301. Var veginn, og hefndi einn sona hans.

Kona 1: Hallbera Egilsdóttir í Reykholti, Sölmundarsonar.

Kona 2: Guðrún Þorsteinsdóttir. Synir þeirra: Þórður, Benedikt ríki, Þorsteinn, Ragnhildur átti Arnór Ögmundsson í Bæ, Þórðarsonar (Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; Bps. bmf.; Ob. Isl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.