Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kolbeinn Auðunarson

(16. öld)

Prestur. Faðir: Auðun Hólaumboðsmaður Sigurðsson að Héðinshöfða, Sveinbjarnarsonar prests að Múla, Þórðarsonar. Hélt Húsavík, segist 20. ág. 1567 hafa haldið Húsavík meira en 30 ára. Kemur við skjal á Grenjaðarstöðum 27. okt. 1579 og segist þá vera vel 70 ára. Sumir nefna fylgikonu hans Ásdísi (eða Aldísi) Sölvadóttur, og er ekki getið barna þeirra (Dipl. Isl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.