Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Knudsen, Knud (Peder)

(10. mars 1811–23. sept. 1881)

Prestur.

Foreldrar: Lárus Mikael kaupmaður í Rv. Knudsen og kona hans Margrét Andrea, dóttir Lars Jóhanns beykis Hölters í Stykkishólmi. Fór ungur utan, stúdent úr Rípaskóla 1831, tók guðfræðapróf 1836, með 2. einkunn, tók það upp aftur 1839, með 1. einkunn. Var þá settur kennari í skóla í Árósum, fekk það embætti 1843, varð 1852 prestur í Blegind og hélt til æviloka.

Kona: Marie (f. 6. okt. 1820) Ripcke, og var faðir hennar brakún í Hamborg (HÞ. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.