Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Klængur Þorsteinsson

(1102–28. febr. 1176)

Byskup í Skálholti 1152–6.

Foreldrar: Þorsteinn Arnórsson, Klængssonar, og Halldóra Eyjólfsdóttir hins gráa, Gunnarssonar. Hann var lærður vel, málsnjall og talinn „hið mesta skáld“ (en ekki hefir varðveitzt neitt eftir hann nema vísustúfur einn, í Sn.-E. AM.). Hann hafði verið með Katli byskupi Þorsteinssyni að Hólum. Þegar lát Halls byskupsefnis Teitssonar fréttist til Íslands, varð hann fyrir byskupskjöri, fór þá utan á fund Áskels erkibyskups, og vígði hann Klæng 6. apr. 1152, og hélt hann byskupsdæmi til æviloka, við mikinn veg, og lét velja eftirmann sinn, Þorlák ábóta Þórhallason. Dóttir hans (með þremenningi hans, Ingveldi Þorgilsdóttur, Oddasonar) Jóra f.k. Þorvalds Gizurarsonar að Hruna (Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.