Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kláus Eyjólfsson

(um 1584–1674)

Lögsagnari að Hólmum í Landeyjum. Faðir: Eyjólfur Egilsson (á Snorrastöðum, Einarssonar prests, Ólafssonar). Var fyrst lögréttumaður, Lögsagnari í Vestmannaeyjum 1635 og aftur 1658. Eftir hann er pr. þáttur um Tyrkjarán (sjá Tyrkjarán 1627, Rv. 1906–9).

Kona: Ingibjörg Þorleifsdóttir, Ásmundssonar.

Börn þeirra: Síra Árni í Vestmannaeyjum, síra Þorleifur að Útskálum, Vilborg átti síra Pétur Gizurarson í Vestmannaeyjum (BB. Sýsl.; Sigfús M. Johnsen: Ævim., Rv. 1927).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.