Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Klog, Tómas

(15. apríl 1768–31. jan. 1824)

Stiftslæknir.

Faðir: Hans Klog kaupmaður í Vestmannaeyjum. Lærði hjá Hannesi byskupi Finnssyni, stúdent úr heimaskóla 1785, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1. okt. s. á., með 1. einkunn, tók 1786 próf í heimspeki, með 2. einkunn, lagði stund á læknisfræði, var lengi yfirlæknir á konungsskipum, en tók ekki lækningapróf fyrr en 7. apr. 1804, með 2. einkunn, varð 25. maí s.á. landlæknir á Íslandi, bjó í Rv. fyrst, en frá 1807 í Nesi við Seltjörn, fekk lausn frá embætti 23. júní 1815, en gegndi landlæknisstörfum til 1816, fór þá alfari af Íslandi, varð stiftslæknir á Lálandi og Falstri 13. dec. 1816 og hélt til æviloka.

Kona: Magdalene Sofie Jensen, danskrar ættar (Tímar. bmf. XI; HÞ.; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.