Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Klemens Jónsson

(27. ágúst 1862–20. júlí 1930)

Ráðherra.

Foreldrar: Jón fræðimaður Borgfirðingur og Anna Guðrún Eiríksdóttir að Vöglum, Sigurðssonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1883, með 1. einkunn (96 st., rangreiknað í skólaskýrslu 92 st.), tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 4. júní 1888, með 1. einkunn (93 st.). Varð 1889 aðstoðarmaður í hinni ísl. stjórnardeild í Kh.

Settur sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ak. 1. sept. 1891, fekk það embætti 13. apr. 1892. Settur amtmaður í Norður- og Austuramti 1.júlí–1. nóv. 1894, Varð landritari 2. mars 1904, fekk lausn með biðlaunum 4. jan. 1917, er embættið var lagt niður. Var atvinnumálaráðherra 7. mars 1922–22. mars 1924. Var í ýmsum f merkum nefndum, formaður í skattamálanefnd 1907, formaður í fjármálanefnd 1911, fulltrúi Ísl. í samningum við Breta 1918; kosinn í fálkaorðunefnd 1925. R. af dbr. 27. jan. 1904, dbrm. 8. ág. 1907, r.? af prússn. krónuorð. 1912, off. af fr. heiðursfylk, 1913, komm.? af dbr. 14. júlí 1921; stórr. með stj. af fálk, 6. okt. 1926, var og stórkr. af holl. Oraníu-Nassauorðu, stórkr. af portug. Kristsorðu. 1. þm. Eyf. 1893–1903; þm. Rang. 1924–7. Ritstörf: Um fógetagerðir, Ak. 1903; Embættismannatal 1910 (úr Landshagsskýrslum), Rv. 1910; Lögfræðingatal, Rv. 1910; Grund í Eyjafirði, Rv. 1923–7; Ísafoldarprentsmiðja, Rv. 1927; Saga Reykjavíkur, Rv. 1929; 400 ára saga prentlistarinnar á Íslandi, Rv. 1930. Saga Akureyrar (til 1905), Ak. 1948. Auk þess er pr. eftir hann í Landsh.skýrslum, Andvara, Lögfræðingi, Skírni, Blöndu, Tilskueren og í blöðum. Sá (með Jóni Þorkelssyni) um: Ævisögu Jóns Þorkelssonar, Rv. 1910; Landsyfirdóma (Sögufél.) frá 1916; ævis. Þórðar Sveinbjörnssonar, Rv. 1916.

Kona 1 (6. júlí 1889): Þorbjörg (d. 30. jan. 1902) Stefánsdóttir sýslumanns í Gerðiskoti, Bjarnarsonar. Af börnum þeirra komst upp: Anna Guðrún átti síra Tryggva Þórhallsson, síðast bankastjóra.

Kona 2 (13. okt. 1908): Anna María (f. 1. júní 1879), dóttir P. F. H. Schiöths bankaféhirðis á Akureyri, ekkja Jóhanns kaupmanns Vigfússonar á Akureyri, Af börnum þeirra komst upp: Agnar skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyti (Andvari, 58. árg.; BB. Sýsl.; KlJ. Lögit: t0xf15)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.