Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Klemens Egilsson

(31. okt. 1844–12. jan. 1934)

. Bóndi, útvegsmaður, Foreldrar: Egill Hallgrímsson í Minni-Vogum í Vatnsleysustrandarhr. og kona hans Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir í Stapakoti, Sæmundssonar, Bóndi í Minni-Vogum og útvegsmaður; formaður í 50 ár og hlekktist aldrei á. Bætti jörð sína mjög að ræktun og húsum. Átti og gerði út um skeið 80 smálesta fiskiskip („kútter“).

Átti sæti í hreppsnefnd í 30 ár og oddviti um skeið, einnig sýslunefndarmaður. Kona (5. dec, 1874): Guðrún (d. 9. sept. 1914, 67 ára) Þórðardóttir í Stapakoti, Árnasonar; þau voru systrabörn. Börn þeirra, sem upp komust: Egill skipstjóri (d. 1918), Þórður í Minni-Vogum (d. 1933), Sæmundur í Minni-Vogum, Elín átti Björn bókbindara Bogason í Rv., Þuríður átti Kristmann Runólfsson á Hlöðunesi (Morgunbl. í sept. 1934).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.