Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kjær, Níels (Jensson)

(– – 11. okt. 1730)

Lögmaður sunnan og austan 1728–30. Danskur í báðar ættir, talinn sonur borgmeistara í Svendborg á Fjóni. Varð verzlunarmaður í Hólmskaupstað (Reykjavík) og vetursetumaður kaupmanna þar. Fekk vonarbréf fyrir Kjósarsýslu 27. okt. 1703 og fjórar jarðir þar að léni, fekk veiting fyrir sýslunni 1708 og tók hana 1710, en hafði fengið Gullbringusýslu 1704; hélt báðar til æviloka, var umboðsmaður Páls Beyers landfógeta 1706, settur 1713 að gegna störfum alþingisskrifara. Varð varalögmaður 18. júní 1717, lögmaður að fullu eftir lát Páls Vídalíns. Var oft settur dómari í ýmsum málum, hafði lagt sig eftir lögfræði, er hann tók að eldast, og þókti skarpur maður. Andaðist í Brautarholti, þá orðinn mjög skuldugur.

Kona: Þórdís (d. 1733) Jónsdóttir varalögmanns í Nesi við Seltjörn, Eyjólfssonar. Dóttir þeirra Margrét fluttist til föðurfrænda sinna í Danmörku og átti danskan mann (Safn TI; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.