Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kjartan Kjartansson

(27. mars 1868–1. nóvemb. 1945)

.

Prestur. Foreldrar: Síra Kjartan Jónsson í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum og seinni kona hans Ragnhildur (d. 25. okt. 1931, 89 ára) Gísladóttir í Gröf í Skaftártungu, Jónssonar.

Stúdent í Reykjavík (utan skóla) 1890 með 2. eink. (67 stig). Lauk prófi í prestaskóla 25. ág. 1892 með 2. eink. betri (37 st.). Veittur Staður í Grunnavík 19. jan. 1893; vígður 30. apr. s.á. Settur sóknarprestur að Sandfelli í Öræfum 8. júní 1916. Fekk lausn frá embætti 5. febr. 1917 frá fardögum s.á. Bjó þá eitt ár á Hjalla í Ölfusi, en dvaldist síðan í Reykjavík. Veittur Staðastaður 5. apr. 1922. Veitt lausn frá embætti 12. mars 1938. Bjó í Gíslabæ á Hellum 1938–44, síðan á Eiði á Seltjarnarnesi.

Gegndi prestsþjónustu á Staðastað frá 1. dec. 1943 til vors 1944. Var sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu um 10 ára skeið. Kona 1 (28. sept. 1892): Kristín (d. 19.nóv.1918, 63 ára) Brynjólfsdóttir prests í Vestmannaeyjum, Jónssonar.

Af börnum þeirra komust upp: Brynjólfur stúdent og skipstjóri, Gísli skrifstofumaður (d. 1930). Kona 2 (4. okt. 1919): Ingveldur (f. 18. júlí 1895) Ólafsdóttir í Sogni í Ölfusi, Guðmundssonar. Börn þeirra: Ragnar leirkera(keramik-)smiður, Kristín átti Kristfinn sjómann Ólafsson (BjM. Guðfs osf).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.