Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kjartan Jónsson

(8. ág. 1804–28. febr. 1895)

Prestur.

Foreldrar: Jón Björnsson ríki í Drangshlíð og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir í Selkoti, Jónssonar (Ísleifssonar). Lærði fyrst (frá 14 ára aldri) 2 ár hjá síra Þórði, þá að Felli, Brynjólfssyni, síðar hjá síra Árna Helgasyni og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1827, með meðalvitnisburði. Vígðist 3. okt. 1830 aðstoðarprestur síra Ólafs Pálssonar að Eyvindarhólum, varð embættislaus 1835, er síra Ólafur lét af prestskap. Fekk Eyvindarhóla 29. ág. 1852, fekk þar lausn frá prestskap 29. júlí 1886 frá fardögum 1887. Bjó fyrst í Drangshlíð, en að Ytri Skógum frá 1839, fluttist að Elliðavatni 1887 og var þar til æviloka.

Kona 1 (1827): Sigríður (d. 1865) Einarsdóttir stúdents að Skógum, Högnasonar.

Börn þeirra: Einar í Skálholti (faðir síra Kjartans í Holti), Þuríður s. k. síra Jóns Jónssonar að Hofi í Vopnafirði, Jónas í Drangshlíð.

Kona 2 (1867): Ragnhildur (f, 11. mars 1842, d. 25. okt. 1931) Gísladóttir í Gröf í Skaftártungu, Jónssonar,

Börn þeirra: Síra Kjartan á Staðastað, síra Gísli að Sandfelli, Sigrún átti síra Gísla Jónsson að Mosfelli í Grímsnesi (Lbs. 48, fol; Vitæ ord. 1830; Kirkjublað 1895; SGrBf).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.