Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kjartan Einarsson

(2. febr. 1855–24. mars 1913)

Prestur.

Foreldrar: Einar hreppstjóri í Drangshlíð, síðar í Skálholti, Kjartansson prests að Eyvindarhólum (Jónssonar) og kona hans Helga Hjörleifsdóttir í Drangshlíð, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1872, súdent 1878, með 1. einkunn (83 st.), próf úr prestaskóla 1880, með 1. einkunn (47 st.). Fekk Húsavík 20. ág. 1880, vígðist 22. s. m., Holt undir Eyjafjöllum 28. sept. 1885 og hélt til æviloka. Prófastur í Suður-Þingeyjarþingi 1884, í Rangárþingi settur 1888, skipaður 1890–1913. R. af dbr. 13. jan. 1909.

Kona 1 (16. júlí 1881): Guðbjörg Sigríður (f. 29. ág. 1855, d. 13. ág. 1899) Sveinbjarnardóttir prests í Holti, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Sveinbjörn fór til Vesturheims, Sigríður átti síra Jakob Lárusson í Holti, Elín.

Kona 2 (18. apr. 1901): Kristín (f. 15. sept. 1855, d. 10. jan. 1930) Sveinbjarnardóttir prests í Glæsibæ, Hallgrímssonar; þau bl. (Óðinn VII; Bjarmi, 7. árg.; BjM. Guðfr.; Nýtt kirkjublað 1913; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.