Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Kjartan (Júlíus) Helgason

(21. okt. 1865–5. apríl 1931)

Prestur:

Foreldrar: Helgi hreppstjóri Magnússon í Birtingaholti og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir í Birtingaholti, Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1886, með 1. einkunn (95 st.), próf úr prestaskóla 1889, með 1. einkunn (47 st.). Fekk Hvamm í Hvammssveit 6. nóv. 1890, vígðist 9. s.m., Hruna 5. apr. 1905, lét þar af prestskap 1930. Prófastur í Dalasýslu 1897–1905, í Árnesþingi 1918–26. Var boðinn til Vesturheims til Íslendinga að flytja þar erindi og var þar veturinn 1919–20. Ritgerðir í Tímariti þjóðræknisfélags, Prestafélagsriti, Iðunni, Nýju kirkjublaði, Sameiningu, hugvekja í Hundrað hugvekjum; þýðingar: W. Hauff: Kalda hjartað; Selma Lagerlöf: Helreiðin.

Kona (30. júní 1891): Sigríður (f. 20. okt. 1864) Jóhannesdóttir sýslumanns í Hjarðarholti, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Unnur kennari, Elín átti Skúla Ágústsson frá Birtingaholti, Helgi í Hvammi, Jóhannes verkfræðingur, Guðrún átti Stefán Guðmundsson í Skipholti, Ragnheiður átti Guðmund tryggingafræðing Guðmundsson, Guðmundur jarðfræðingur (Skýrslur; Bjarmi, 25. árg.; BjM. Guðfr.; Prestafélagsrit 1931; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.