Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Þorsteinsson

(1075–7. júlí 1145)

Byskup að Hólum 1122–45. Faðir: Þorsteinn Eyjólfsson (Guðmundssonar ríka á Möðruvöllum, Eyjólfssonar).

Kjörinn byskup eftir Jón byskup Ögmundsson, vígðist í Danmörku 12. febr. 1122. Góðlátlegur maður og vinsæll. Við hann og Þorlák byskup Runólfsson er oft kenndur Kristinréttur forni, með því að hann var settur á dögum þeirra. Andaðist að Laugarási, er hann var í Skálholti á samkomu með Skálholtsbyskupi.

Kona: Gróa Gizurardóttir byskups Ísleifssonar.

Sonur þeirra: Runólfur prestur (Bps. bmf. I; Landn.; Safn 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.