Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ketill Þorláksson
(– –7. okt. 1342)
Hirðstjóri, riddari.
Foreldrar: = Þorlákur lögmaður Narfason á Kolbeinsstöðum og kona hans Helga Nikulásdóttir í Kalmanstungu, Oddssonar.
Mun hafa verið einn andstæðinga Auðunar byskups Þorbergssonar, og var stefnt utan 1318, en hafði farið utan áður og verið herraður af konungi.
Mun hafa verið hirðstjóri, er hann kom til landsins 1321, með því að þá skyldi hann láta sverja konungi land og þegna. Fór nokkurum sinnum utan eftir það. Átti deilur nokkurar enn 1335 og hefir þá verið enn hirðstjóri. Mun hafa haft sýslu um Vestfjörðu frá 1312 til æviloka.
Kona: Una Guttormsdóttir (systir Jóns lögmanns skráveifu).
Börn þeirra: Jón að Núpi í Dýrafirði, Nikulás að Núpi, Oddur, Oddný fylgdi síra Flosa Jónssyni á Stað á Ölduhrygg (sonur þeirra Vigfús í Krossholti), Snorri riddari, er andaðist í suðurgöngu (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Ob. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).
Hirðstjóri, riddari.
Foreldrar: = Þorlákur lögmaður Narfason á Kolbeinsstöðum og kona hans Helga Nikulásdóttir í Kalmanstungu, Oddssonar.
Mun hafa verið einn andstæðinga Auðunar byskups Þorbergssonar, og var stefnt utan 1318, en hafði farið utan áður og verið herraður af konungi.
Mun hafa verið hirðstjóri, er hann kom til landsins 1321, með því að þá skyldi hann láta sverja konungi land og þegna. Fór nokkurum sinnum utan eftir það. Átti deilur nokkurar enn 1335 og hefir þá verið enn hirðstjóri. Mun hafa haft sýslu um Vestfjörðu frá 1312 til æviloka.
Kona: Una Guttormsdóttir (systir Jóns lögmanns skráveifu).
Börn þeirra: Jón að Núpi í Dýrafirði, Nikulás að Núpi, Oddur, Oddný fylgdi síra Flosa Jónssyni á Stað á Ölduhrygg (sonur þeirra Vigfús í Krossholti), Snorri riddari, er andaðist í suðurgöngu (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Ob. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.