Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Þorkelsson, hængur

(9. öld)

Landnámsmaður í Rangárþingi og bjó að Hofi á Rangárvöllum.

Foreldrar: Þorkell Naumdælajarl og Hrafnhildur Ketilsdóttir hængs úr Hrafnistu. Í hefnd fyrir Þórólf Kveldúlfsson, sem Haraldur konungur lét vega, brenndi Ketill inni Hildiríðarsonu og fór síðan til Íslands.

Kona: Ingunn (gæti verið dóttir Þorgeirs Vestarssonar, nöfn gætu til þess bent, SD.). Synir þeirra: Hrafn lögsögumaður, Helgi, Stórólfur, Vestar, Herjólfur (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.