Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Örlygsson, gufa

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður víða (og eru staðirnir við hann kenndir), síðast í Gufudal.

Foreldrar: Örlygur Böðvarsson (Vígsterkssonar) og kona hans Signý Óblauðsdóttir, systir Högna hvíta (föður Úlfs skjálga).

Kona: Ýr Geirmundardóttir heljarskinns. Synir þeirra: Þórhallur, Oddi, Þorkell skeifur, dóttir (ónefnd) átti Oddgeir landnámsmann að Oddgeirshólum (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.