Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Ólafsson

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur skáld Guðmundsson í Sauðanesi og f. k. hans Ólöf Magnúsdóttir prests í Eyjafirði, Einarssonar. Fekk Ása í Skaftártungu 1591, Kálfafellsstað 1597, er þar enn á lífi 1634. Hefir verið kappsamur maður, fekk Steina í Suðursveit 1602 aftur dæmda til Kálfafellsstaðar (Alþb. Ísl.).

Kona 1: Ólöf Halldórsdóttir klausturhaldara Skúlasonar; ekki getið barna þeirra.

Kona 2 (1604): Anna (f. um 1576, d. 1634) Einarsdóttir prests og skálds í Heydölum, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Síra Eiríkur í Vallanesi, síra Halldór á Kálfafellsstað, Ólafur eldri í Hvalsnesi, Jón að Felli í Suðursveit, síra Guðmundur á Refsstöðum, Ólafur yngri, Ólöf átti síra Þorvarð Árnason á Klyppsstað, Guðrún átti Björn Bjarnason í Böðvarsdal, Ólöf önnur, Margrét (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.