Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ketill Melsted

(líkl. 17. maí 1763–26. mars 1811)

Lögfræðingur, herforingi.

Foreldrar: Jón umboðsmaður Ketilsson í Kiðey og á Melum á Skarðsströnd (þaðan nafnið Melsted) og f.k. hans Halldóra Grímsdóttir lögsagnara að Giljá, Grímssonar. Fór utan 1776 og var tekinn í Slagelseskóla um 4. febr. 1777, stúdent 1784, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1. okt. s.á., varð lautenant í fótgönguliðinu, en tók lögfræðapróf 16. júní 1768, með 1. einkunn, varð kapteinn og ritari stjórnarráðs í St. Thomas í Vesturindíum 1799, síðan 1. fulltrúi stjórnarinnar, fekk majorsnafnbót, féll á Anhalt, talinn standa næstur því að verða stiftamtmaður á Íslandi, ef honum hefði enzt aldur, því að konungur hefði sjálfur haft á honum miklar mætur, enda veitti konungur eftir fall hans föður hans 100 rd. á ári og lét ala börn hans upp á kostnað sinn.

Kona (1799). Magdalene Lovise (f. 26. ág. 1772, d. 1. okt. 1846), dóttir Jens Finne Borchgrevingks, sóknarprests í Nordrehaug nálægt Kristjaníu; áttu 4 börn. Af þeim er getið um Halldóru, Finne Jón von Melsted premierlautenant (d. í Kh. 1850), var í Slésvíkurstyrjöldinni fyrri og hefir ritað kver um það, röskur maður, en ófyrirleitinn; sonur hans var Theodor Finne von Melsted (d. 1916), faðir Hennings von Melsted, er var rithöfundur í Svíaríki (Tímar. bmf. TI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.